Fréttir

19.04.2024

Stríðsárin

Stríðsárin eru til umfjöllunar í samfélagsfræði í 9. bekk. Fjallað er um fyrri og seinni heimsstyrjöldina og áhrif styrjaldanna á Ísland. Allir vinna lokaverkefni þar sem viðfangsefnið er tengt stríðsárunum á einhvern hátt. Foreldrum og forsjáraðilum var boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar á þemadögum. Verkefnin voru mjög fjölbreytt og víða leitað fanga. Þar mátti m.a. sjá líkön, vopn, myndbandskynningar, plaköt og myndverk. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af kynningunni.
19.04.2024

Skertur dagur 24. apríl

Miðvikudaginn 24. apríl er skóladagur skertur hjá nemendum. Nemendur í 1. - 4. bekk ljúka skóladegi að loknum hádegismat kl. 12.00. Frístund er opin en sérstök skráning fyrir þennan dag. Skráningunni lýkur 22. apríl. Nemendur í 5. - 7. bekk eru í skólanum til 11.20. Nemendur í 8. - 10. bekk eru í skólanum til 11.10. Skólabílar fara klukkan 12.00. Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum. Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur hjá kennurum. Frístund er lokuð.
18.04.2024

Þemadagar í apríl

Skólastarfið síðastliðna tvo daga hefur verið með óhefðbundnum hætti. Nemendur unnu að margvíslegum verkefnum, í hópum og á stöðvum, inni og úti. Meðal viðfangsefnanna voru skjaldarmerki Íslands, heimabyggðin, stríðsárin, vinabandagerð, stuttmyndagerð, útivist og hreyfing. Í 8. bekk bjuggu krakkarnir til spil og krakkarnir í 7. bekk kynntu sér þjóðsögur sem þau gerðu svo stuttmyndir uppúr. Í gær var einnig úrtökukeppni fyrir Skólahreysti til að velja þátttakendur í liðið sem fer og keppir í Skólahreysti á Akureyri 30. apríl nk. Í dag var opið hús og fjöldi gesta heimsótti okkur. Sveitarstjórn var boðið að koma og kynna sér tillögur nemenda í 10. bekk um hvernig þau myndu skipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Einnig kynntu nemendur í 9. bekk verkefni um stríðsárin sem þau hafa unnið að í samfélagsfræði undanfarnar vikur. Fleiri myndir af stríðsáraverkefnum og heimabyggðarverkefnum birtast á heimasíðunni á næstu dögum.